Af hverju ekki að hata nekt? Hver sem er sér að hún er ónáttúruleg!

En samt svona í alvöru þá þarf maður ekki að pæla í þessu nema í svona mínútu til að komast að þeirri niðustöðu að að banna nekt (hvað þá svona væga) MEÐ LÖGUM er fáránlegt.

Það var nú bara lang algengast að fólk gengi um nakið í heitari löndunum (enda fullkomlega eðlilegt) þangað til Kristnin tók yfir allt með sín laufblöð fyrir "ljótu" stöðunum.

Einhverntíman var lýsingin á lögum þessi: "Hvað sem er má gera nema það sem skaðar aðra," það eru reyndar nokkur hundruð ár síðan en samt: Ef að nekt veldur þér andlegum skaða og eyðileggur sál þína hefur þú við önnur mun stærri vandamál að glíma.

Og annað: Er ekki skrýtið að öll kvennmannsnekt komi konum illa? Er ekkert skrýtið við að öfgafemurnar blóti og öskri í hvert sinn sem sést í bert kvennmannshold? Gæti það kannski verið að algjör stöðvun að öllu slíku hafi verri afleiðingar fyrir baráttu kvenna? Bara pæling.

P.s. Foreldrar! Ekki skipta um stöð þegar nekt kemur í sjónvarpinu (nema í grófum kynlífsatriðum og þannig náttúrulega...) Það er klikkun.
mbl.is Vilja bera brjóstin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband